Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

13.05.2010 13:37

Dagar, vikur..

Sannarlega sérkennilegir dagar, vikur, mánuðir og ár sem fara hjá. Tímarnir fela í sér m.a. hindranir sem koma í veg að maður komi áformum sínum í höfn. En þá er bara að vopnast á ný og halda áfram. Ekki verður tíundað frekar en það sem efts er á baugi hjá hestamönnum í dag er blessuð hestapestin, hún hefur ekki skilið okkur eftir frekar en annað.  Veikindin bárust til okkar með hesti sem fór að heiman í rúman hálfan mánuð, sá varð ansi veikur og hefur verið frá í tæpan mánuð. Önnur hross í hesthúsinu veikjast ekki en sýna þó af og til flest einkenni, með glæru nefrennsli, sem gerir það að verkum að hægt gengur við tamningar og þjálfun þessa dagana, semsagt hindranir. Þá er það  stóra spurningin hvaða hross komast í dóm í vor??? Lífið heldur áfram og við líka með vonina að vopni.

Vonirnar geta svo sem verið margar og þar sem hrossin eru afkoma okkar þá bindum við vonir okkar við velgengni þeirra, á þessari mynd hér að ofan er Björn á honum  Kummimgja frá Varmalæk, 4.vetra, afar spennandi stóðhesti undan Tind og Kilju frá Varmalæk.
Hindranir hafa orðið á vegi okkar með hann en allt gengur þó vel, Kunningi slasaðist illa í hasut og átti í því fram eftir haustinu, svo og önnurf meiðsl sem tafið hafa hann í vetur. Hestapestin gefur honum nú hor í nös sem vonandi fer nú að linna. Ekki gott að segja á þessari stundu hvort hann fer ó dóm í vor, já hann er ein af okkar björtustu vonum.

Líkur föður sínum Heimsmeistaranum Tind frá Varmalæk.

Frekar ánægður með sig karlinn, til ánægju fær hann út með sér einn gamlan sem heldu honum félagsskap. Teknar voru nokkrar myndir á dögunum sem vonandi verða settar inn von bráðar, tekið skal fram að Kunningi mun taka á móti hryssum hér á Varmalæk í sumar, það verður auglýst síðar. Nóg í bili af honum Kunningja. Sauðburður er í gangi þessa vikuna og eru sex af átta kindum bornar með ágætum árangir og frystikistan að fyllast, (í haustemoticon ).

Já, já, Björn bóndi að raka saman lömbum, alltaf gaman að upplifa smá sauðburð, nú svo fara folöldin að koma í heiminn hvet af öðru, afar spennandi að sjá nýja framtíð og vonir í þeim.
Að lokum þetta gestur góður,héðan er annars all gott að frétta og höldum við ótrauð áfram. Takk fyrir innlitið á síðuna

Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 212840
Samtals gestir: 40644
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:00:09