Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

25.05.2010 22:23

Svalt er það og ljúft...

Það má segja að veröldin sé frekar svöl, fallegur dagur að baki og golan köld en það er í besta lagi. Hugurinn er þó frekar bundinn við þá "golu" sem snertir mann í daglegu lífi, mis mikil er hún en maður andar henni bara að sér og tekur stefnuna og reynir að gera sem best úr.
Það fjölgar í sveitinni, lömbin sem setja á í frost, salt og reyk í haust eru komin í heiminn og folöldin farin að potast í heiminn. Fædd eru tvö hestfolöld undan Kristal frá Varmalæk og Ask frá Tunguhálsi II, fallegir hestar.

Hér heilsar Bjössi nýfæddum syni Asks og Heru frá Varmalæk, það fór vel á með þeim.

Hvað heitir þú?  gæti sá litli verið að segja, hann var ansi spenntur fyrir eiganda sínum og sýnir fyrsta viðmót frábært geðslag.

Mikill snillingur, -já svona stundir ylja manni.

Það er gaman að spá í framtíðina í hrossaræktinni, hér kíkir Björn undir hana Tilveru sína, hún er systir Heru - dætur Tinnu frá Varmalæk. Allt er þetta afar spennandi þessa dagana og margar stundirnar sem gleðja. Af erfiðari fréttum er það pestin sem herjar á okkur eins og fram hefur komið og er maður nú farinn að vona að hún láti okkur í friði svona rétt eins og gosið er öllu var að kollvarpa. Mikið skarð er þegar orðið og ekki vitað enn hve mörg hross komast á endanum  í kynbótadóm á næstunni og hvað þá heldur á Landsmót. Við þetta glíma hestamenn á landinu í dag og trúi ég að vel fari að lokum eins og allt.

Best að ljúka  hugleiðingum um lífið hér á bæ með lítilli sögu af þrastarhjónum. Sama parið kemur ár hvert og gerir upp gamla hreiðrið sitt r
étt við útidyrnar hjá okkur, ekki langt þar til ungarnir fara að skoppa inn um allt hús.
Fyrsta sumar þrastahjónanna hér  var okkur frekar erfitt, kallin söng allar nætur og hafði hátt, ekki er nú bóndinn hér á bæ óvanur að halda fólki vakandi með söng og ekki ólíklegt að hann hugsaði eitthvað um það.  Þegar nótt eftir nótt var ekki hægt að sofa fór hann út um miðja nótt, spjallaði við kall sem söng hástöfum sama stefið og bað hann um að hætta þessum helv... hávaða. Síðan hefur ekki borði eins mikið á háværum fuglasöng, bara ósköp notalegum sem auðvelt er að sofa við. Mjög tillitsamair og góðir  nágranar þetta.


Flettingar í dag: 511
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209224
Samtals gestir: 40226
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 17:20:01