Apríl lagður af stað og vetur konungur hopar unda yl og birtu þessa dagana. Veðurfræðingarnir á Dalvík hafa nú gefið út að eftir 20. apríl muni snjóa og það mikið. Oft hefur nú maí mánuður verið kuldalegur svo þetta er sennilega engin nýlunda. Þegar ég flutti hingað 3. júní fyrir 10 árum þá var 15 stiga hiti, allt grænt og fagurt en þremur dögum síðar snjóaði þegar búslóðin var borin í hús, hélt að þetta gerðist ekki hér. Allt getur gerst og ekki meira um veðrið:)
Nú eins og ávalt snýst lífið um hrossin og ætla ég að segja aðeins frá einhverjum þeirra. Spennan eykst fyrir Landsmóti á Vindheimamelum og eru að sjálfsögðu væntingar hér á bæ um að eiga fulltrúa hrossaræktarinnar þar. Auk þeirra hrossa sem Björn er sjálfur að temja þá erum við með hross í tamningu hjá öðrum og litum við nýlega á þau.
Beðist er velvirðingar á gæðum sumra myndanna.
Fyrst verður minnst á hann Kunningja frá Varmalæk, hann er undan Tind og Kilju frá Varmalæk. Kunnigi er 5 vetra og er stefnt með hann í dóm í vor, mjög spennandi stóðhestur.
Kunningi skrapp í Tunguháls í eina viku til hennar Lýneyjar og í staðinn fengum við lánaðann gæðing frá henni sem fór brettið jafn langan tíma. Kemur sér vel fyrir báða aðila:)
Kunningi hafði mjög gott af dvölinni í Vesturdalnum.Björn ánægður með Kunningja sinn en ekki eins ánægður með reiðleiðina en eins og sést þarf að fara upp á malbikið af og til þegar riðið er út hér um slóðir, allt í for og reiðvegurinn ekki beisinn þessa dagana. Reyndar alveg óþolandi að eiga engan málssvara sem tilbúinn er að leggjaast á árarnar við uppbyggingu reiðvega þar sem brýn nauðsyn er hér víða en það er nú önnur saga sem ekki verður fjallað frekar um núna.Næstskal nefnd hún Mirra frá Vindheimum, glæsileg hryssa líka unda honum Tind, Sæmundur á Tunguhálsi er að temja hana.Mirra er 6 verta griðarlega hágeng og flott hryssa. Móðir Mirru er Mylla frá Höfnum.
Hér má sjá enn eitt afkvæmi Tinds hana Snegglu frá Varmalæk sem er í tamningu hjá honum Ingólfi Pálmasyni á ÚlfsstöðumMóðir Snegglu er Staka frá Varmalæk. Sneggla er 5 vetra.
Þá er hér mynd af þeim félögum Birni og Kristal í mikilli sveiflu, gaman hefði verið að vera með góða myndavél við þessar aðstæður.Kristall er í góðu stuði og erum við líka afar ánægð með hann.Ferðalok hjá Bjössa og Kristal og fallegi Mælifellshnjúkurinn í baksýn.
Hér situr Bjössi hana Nótt frá Varmalæk sem er undan Smára frá Skagaströnd og Tilveru frá Varmalæk.
Með Bjössa í för eru mæðgurnar á Reykjum flugríðandi:)Aðeins af ungviði. Steðji frá Varmalæk, foreldrar hans eru Kilja frá Varmalæk og Klettur frá Hvammi.Mikill töffari. ljósm. Líney.
Stóðhestar, tveir til vinstri á mynd eru tveggja vetra undan honum Hóf frá Varmalæk
sá til hægri er undan Kjarna frá Hurna, Gígjarssyni.Svo eru þeir undan systrum, dætrum Tinnu frá Varmalæk, þeim Tindru, Tilveru og Heru frá Varmalæk. Spennandi folar:)
Svo er hér hann Kærleikur frá Varmalæk, sameignin okkar Bjössa:)
Kærleikur er þriggja vetra, sonur Kirstals og Tindru frá Varmalæk.
Að lokum mynd af meindýraeyðinum henni Selmu Dís, hún er alveg yndisleg. Stundum er hún þreytt þegar mikið er að gera, svo borðar hún líka alla bráðina ( við sjáum engin smádýr) og er stundum södd:)
Læt þessu lokið að sinni, takk fyrir komuna kæri gestur.Magnea