Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

17.05.2011 22:07

Sumarið er komið

Sumarið er komið, sama hvernig veðrið hagar sér, það hefur alltaf gerst að það kólnar og hlýnar á víxl og ekkert að örvænta. Man alveg eftir köldum vökunóttum í sauðburði þegar ég var að alast upp, sagna endurtekur sig bara:) Sauðburði á þessum bæ er lokið og fór allt alveg afskaplega vel, verður nóg í kistunni í haust. Annars er allt gott að frétta og lífið snýst að venju um hrossin. Kynbótasýningar framundan og mikið þjálfað pælt og púlað.
Þessi mynd vartekin af honum Kristal frá Varmalæk fyrir stuttu.


Hér er svo Bjössi að leggja af stað í reiðtúr á honum Kunningja sínum:)

Svo er hér mynd af henni Alhvít og lömbunum hennar. Eins og þið sjáið hér þá er bara alltaf sól! og ef hún er ekki úti þá er hún bara á sál og sinni:) MKG

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 212851
Samtals gestir: 40653
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:57:35