Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

20.09.2011 21:44

Ótitlað

Heilir og ælir gestir góðir! Eins og oft áður tifar tíminn áfram og ég ekki nógu dugleg að færa ykkur fréttir af okkur. Fréttin hér á undan er síðan við auglýstum markaðsdagana í ágúst.
Þeir voru hreint út sagt alveg frábærir og ekki síst gagnlegir og fjöldi manns sótti okkur heim. Síðan þá höfum við selt nokkur hross og hæst ánægð með það. Síðan þá erum við líka búin að fara tvær skemmtilegar hestaferðir, smala heimalöndin og hvaðeina með haustverkunum. Famundan eru svo frumtamnigar strax eftir mánaðarmótin. Laufskálréttarhelgin er framundan og þar sem að svo mikið var um að vera hjá okkur í ágúst þá ákváðum við að vera ekki með neinn viðburð hér á Varmalæk og taka þátt í skemmtileg heitum sem verða um allan fjörð næstu daga.
Myndin hér að neðan er tekin á markaðsdögum í ágúst, þeir tóku lagið:)


Þetta eru þeir Björn bóndi og synir hans Einar Bjarni, Gunnar Sigfús og Höskuldur Sveinn ásamt Gísla bónda í Álftagerði. Ekki verður þetta lengra að sinni sem myndir af hinum ýmsu viðburðum síðsumars og í haust verða sett inn bráðlega:)
MKG.

Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209214
Samtals gestir: 40220
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 16:58:51