Við skelltum okkur á Ís- Landsmótið á Svínavatni í gær, mótið var frábært, flott veður og góð hross. Við komum ánægð heim eftir góðan árangur hjá okkar hrossum. Líney María og Sæmundur áTunguhálsi kepptu á tveimur hrossum frá okkur. Líney keppti í tölti á Kristal frá Varmalæk með frábærum árangri og höfnuðu þau í 3. sæti. 1. keppni Kristals, Líney var búin að vera með hann í nokkra daga og var til í að skella sér á ísinn með hann. SnillingurLíney!
Úrslit tölt
1 Barbara Wenzl Dalur frá Háleggstöðum 7,23
2 Arnar Bjarki Sigurðarson Rán frá Neistastöðum 7,00
3 Líney María Hjálmarsdóttir Kristall frá Varmalæk 6,93
4 Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey 6,87
5 Sölvi Sigurðarson Kolvakur frá Syðri- Hofdölum 6,77
6 Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu 6,73
7 Hekla Katharína Kristinsd Hrymur frá Skarði 6,67
8 Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 4,67
Sæmundur keppti svo á henni Mirru frá Vindheimum í A Flokki og stóðu þau sig með afbrigðum vel líka og er þetta fyrsta A flokkskeppni Mirru. Stóðu þau efst eftir brokk og tölt en höfnuðu í 4. sæti eftir skeiðið, Atti Mirra þarna kappi við mjög hátt dæmda stóðhesta. Að okkar mati verulega flott hryssa sem á eftir að gera mikið, hún er undan honum Tind frá Varmalæk. Úrslit A-flokkur
1 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,54
2 Páll Bjarki Pálsson Seiður frá Flugumýri 2 8,47
3 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,46
4 Sæmundur Þ Sæmundarson Mirra frá Vindheimum 8,43
5 Elvar Eylert Einarsson Starkaður frá Stóru Gröf Ytri 8,40
6 Vignir Sigurðsson Spói frá Litlu- Brekku 8,34
7 Sverrir Sigurðsson Rammur frá Höfðabakka 8,28
8 Friðgeir Ingi Jóhannsson Ljúfur frá Hofi 8,21
Settar hafa verið inn myndir af knöpum og hrossum frá í gær http://varmilaekur2.123.is/album/default.aspx?aid=222825 Ef einhver leitar af ræktunar og eða keppnishrossi þá er Mirra til sölu.