Nú eru stóðhestarnir okkar Kristall og Kunningi komnir heim og eru á leið í hólf hér heima á Varmalæk þar sem þeir munu sinna hryssum í sumar. Kristall og Kunningi kepptu í A og B flokki gæðinga á Fjórðungsmóti á Kaldármelum síðast liðna viku, knapi þeirra var Líney María Hjálmarsdóttir og erum við hæst ánægð með árangurinn hjá þeim. Báðir eru þeir lítið keppnisvanir og þó sérstaklega Kunningi sem var að feta sín fyrstu spor sem var úrtakan fyrir mótið og hafnaði í 4. sæti í A flokki gæðinga, þess má geta að hann stóð efstur eftir forkeppni. Kristall hafnaði í 6. sæti í b úrslitum í B flokki gæðinga. Feður Kunningja og Kristals eru synir Smára frá Skagaströnd, Tindur og Kjarni frá Varmalæk, móðir Kjarna, glæsihryssan Kengála frá Varmalæk, Mökksdóttir, og móðir Tinds, Tinna frá Varmalæk dóttir Fáks frá Akureyri, báðar afar farsælar hryssur í ræktun. Móðir Kunningja er Kilja frá Varmalæk, móðir Kristals, Kolbrún frá Sauðárkróki. Þeir eru sonur og bróðir heimsmeistara, þeirra Mökks og Tinds frá Varmalæk. Verið velkomin að hafa samband ef þið hafið áhuga fyrir að leiða hryssur ykkar undir þessa gæðinga. Verðinu á folatollum er stillt í hóf.
Björn í síma 894 7422
Hér má sjá Líney og Kunningja í úrslitum í beljandi rigningu. Veðrið var ekki alltaf upp á sitt besta og var heldur ekki þurr þráður á Líney og Kristal eftir b úrslit í B flokki.
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is