Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

11.04.2014 18:47

Kristall frá Varmalæk

Kristall frá Varmalæk og Líney María Hjálmarsdóttir á Fjórðungsmóti á Kaldármelum 2013

 

Við höldum áfram við að kynna fyrir ykkur hross sem  eru í tamningu og þjálfun í vetur, við höldum okkur við stóðhestana og í dag er það gæðingurinn Kristall frá Varmalæk. Kristall er í góðum höndum  Líney Maríu Hjálmárdóttur á Tunguhálsi II. Líney og Kristall hafa ávalt náð góðum árangri í keppnisbrautinni á undanförnum árum.  Síðast liðið sumar kepptu þau  í  úrtöku Stíganda, Léttfeta og Svaða f. FM2013  og stóðu efst hjá Stíganda og er myndin hér að ofan tekin á Kaldármelum.  Þau  höfnuðu í b úrslitum í B flokki gæðinga á FM á kaldármelum.  Kristall er 1. verðlauna stóðhestur með 8.20 fyrir sköpulag, hæfileikar 8.08, aðaleinkunn 8.13. 

Kristall er undan heiðursverðlaunahryssunni Kolbrúnu frá Sauðárkróki og Kjarna frá Varmalæk, faðir Kjarna er Smári frá Skagaströnd og móðir Kengála frá Varmalæk.  Mökkur frá Varmlæk sem hefur skilað afburða afkvæmum til hrossaræktarinnar  er  sammæðra Kristal  og eru þeir einu stóðhestarnir sem til er undan Kolbrúnu. Ber að þakka í þessum orðum, eiganda Mökks sem er Ylva Hagander,  alla þá alúð sem hún hefur gefið þessum frábæra gæðing.

Kolbrún hefur skilað mörgun góðum einstaklingum og eru þrjár dætur hennar í hrossarætinni á Varmalæk,  eru þær að gefa mjög góða einstaklinga sem komið er og eiga enn eftir að stíga fram á "sjónarsviðið" athyglisverð hross út af Kolbrúnu.   Afkvæmi sem að við höfum kynnst undan Kristal eru myndarleg, skrefmikil,  með gott ganglag. Við teljum Kristal vera vel  frambærilegan kost í íslenska hrossarækt og er hann laus til útleigu í sumar.  Áhugasömum bent á að hafa samband við Björn í síma 894 7422.

Kristall 5.vetra
Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 212840
Samtals gestir: 40644
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:00:09