Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

11.10.2011 20:46

Fyrstu daga október

Frumtamningar hófust hjá okkur 3. október þessa mánaðar og fara vel af stað, tamningamaður með Bjössa núna við þennan kafla er hann Sigurjón Björnsson. Að okkar mati er mikið af spennandi og góðum trippum á húsi sem að við bindum vonir við. Eftir vikuna er kominn hnakkur á öll trippin og gengur ljómadi vel með þau. Feður þeirra eru m.a. Tindur Kristall og Hófur frá Varmalæk. Aðal frá Nýjabæ, Þokki frá Kýrholti, Kvistur frá Skagaströnd, Kjarni frá Hruna og Eldjárn frá Tjaldhólum. Afar spennandi.
Veðrið þessa vikuna hefur verið fjölbreytilegt, svona var það einn daginn...

og  þann næsta svona...

Hér að neðan sésti yfir fullt hesthúsið.

Það er allaf spennandi að fylgjast með frumtamningum og sjá hvernig gengur með trippin. Á myndinni hér að neðan er hann Sigurjón að kynnast henni Koltinnu á fyrsta degi. Móðir hennar er Tilvera frá Varmalæk og faðirinn Hófur frá Varmalæk.

Björn bóndi er ekki langt undan...

Já það er engin lognmolla í gangi, hér tekur Björn lagið með slíkum tilþrifum að tamningamaðurinn situr þögull, já það er nauðsynlegt að hafa gaman af þessu öllu saman;)

É mun setja  inn myndir af tamningum fljótlega og færa ykkur frekari fréttir með bestu kveðjum frá Varmalælk.
Magnea



Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 486
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 129011
Samtals gestir: 29804
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 11:10:54