Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

13.03.2011 20:56

Kominn miður mars


Mikið flýgur tíminn hratt, miður mars og örstutt síðan jólin kvöddu. Já það er víst að ekki er leiðinlegt, hver dagur er skemmtilegur á sinn hátt og það gengur bara vel, gæðingarnir í hesthúsinu gleðja og  gefa ástæðu til bjartsýni auk svo margs annars sem gerir þatta allt svo skemmtilegt.  Gríðarlega mikið er um að vera í hestamennskunni og varla nokkur leið að sjá allt sem mann langar til, þetta ber vott um velgengni í greininni leyfi ég mér að segja, það getur bara ekki annað verið.
Gestagangur er nokkur í höllinni eins og ávalt og hafa heimstótt okkur hópar fólks undanfarið sem vilja m.a. fá að skoða hrossin og höllina, bara gaman að því.
Annars eru svo sem engin sérstök tíðindi sem ég tíunda nú, hef ekki verið dugleg að ganga með myndavélina á mér.
Hér eru jú nokkrar. Þetta er hann Gunnari Ísleifs sem við fengum  til að líta upp í nokkra hesta, gott að hafa svona sérfræðing, hér á mynd er hann að laga til tennur í honum Kristal.Tek stundum far með bóndanum þegar verið er að gefa útiganginum.Þetta er hann Vængur undan honum Kunningja frá Varmalæk, frekar flottur sá.


Fallegur morgun og Mælifellshnjúkurinn mitt uppáhaldsfjall í Skagafirði


Verð annars að viðurkenna að veðrið og ríkisstjórnin eru farin að fara svolítið í taugarnar  á mér, það er eins og ekki sé hægt að losna við leiðindin í þeim en það verður yfirstígið eins og annað það sem er leiðinlegt.  Annars finnst mér oftast  sól og gott veður en rok og leiðindi hafa verið tíðir gestir undanfarið og ekki hægt annað en að verða var við.
Læt þessu lokið að sinni með góðum kveðjum úr bænum okkar hér á Varmalæk.
Magnea

Flettingar í dag: 682
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 125324
Samtals gestir: 29138
Tölur uppfærðar: 17.7.2024 15:08:18