Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

29.04.2010 21:14

Stikklað


Hvað að lag ætli þeir séu að syngja Björn og  Sæmundur? bóndinn á Varmalæk er greinilega að taka bassann og bóndinn á Tunguhálsi II tenórinn emoticon Gæti verið, Hryssan mín grá, hryssa hryssa grá.....  Hryssan er Tindssdóttirin Myrra frá Vindheimum sem Sæmundur er að temja fyrir okkur, mikill og spennandi gæðingur.
Já það er rétt að stikla á einhverju því sem á daga okkar hefur drifið undanfarið og setja inn nokkrar ljósmyndir. Við tókum inn folöldin í hálfan mánuð og gerðum þau mannvön, alltaf spennandi að kynnast þeim. Í ár fæddust okkur 10 folöld, misstum eina hryssu og voru þá eftir tvær hryssur og sjö hestar, já sannkallað hesta ár. Við erum afar ánægð með ungviðin sem eru hryssa undan Smára frá Skagaströnd og Kolbrá frá Varmalæk sem fengið hefur nafnið Kolbrún en Kolbrún frá Sauðárkróki er amman hennar. Tvö hestfolöld undan Tind frá Varmalæk, tvö undan Hóf frá Varmalæk, einnig hryssa og hestur undan Kristal frá Varmalæk og hestur undan Grunn frá Grund, já spennandi hópur. Að ógleymdum Stút syni Kunningja frá Varmalæk sem mun svífa um vesturdalinn næstu árin nú í eigu Sæmundar, já menn verða að versla.

Hér spjallar Bjössi við Smáradóttirina Kóbrúnu tv. og Tindssoninn Meistara.

Ekki hægt annað en byrta eina mynd af henniSelmu Dís, hún hefur það gott og er búin að koma sér vel fyrir.

Þetta er hann Kristall frá Varmalæk, hér er hann nýkominn úr baði sæll og glaður.

Þessi mynd er tekin í reksti, einu sinni í viku eru hrossin rekin í Brekkukot og hjálpar Kári á Syðra-Vatni okkur og fer mikinn á sexhjólinu sínu.

Hér er Björn á Kellingu sinni, Kelling er undan Kengálu frá Varmalæk og Illingi frá Tóftum.

Mikill gæðingur hér á ferð. Beðist er velvirðingar á gæðum í síðustu tveimur myndum.
Læt þetta gott að sinni og vona gestur góður að þú hafir haft gaman af.
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 202790
Samtals gestir: 39473
Tölur uppfærðar: 10.12.2024 03:32:27