Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

14.09.2010 20:02

Það koma að því



Alveg orðið tímabært setja inn nýtt efni, það er lítið gaman að koma í heimsókn ef enginn er heima en þannig tilfinningu fæ ég oft þegar ekkert gerist á heimasíðum. Verð að viðurkenna að ég hef ekki haft nennu til að setjast niður  upp á síðkastið og setja inn nýtt efni en nú var komið að því.
Þetta dæmlausa og jafnframt  dásamlega sumar er nú að kveðja okkur og gott að líta aðeins yfir farinn veg.
Margt gerði þetta sumar ólíkt öðrum, fyrsrt skal nefna hestapestina sem hefur sett ansi mikið strik í reikninginn hjá okkur og útreiðar verið alveg í lágmarki
.
Veðrið hlýtur að hafa verið mjög gott, getur ekki annað verið þó rigning sem nauðsynleg er öllu lífi léti aðeins á sér bera. Heyskapur var tekinn í þremur hollum  og ákvað Björn í vor þrjár dagsettningar. Sú fyrsta var 20.júlí og síðan 10 ágúst  og seinni slátt 31. ágúst, þá kom hitabylgjan. Allt  stóðst þetta og brast á með blíðu þá daga sem þurfti við verkun.
Menn höfðu á orði að gott væri að eiga flatt þá daga sem  Björn á Varmalæk fer í hayskap. Hitabylgjan hefur nýlega yfirgefið okkur þegar kominn er miður september.


Hvað er hægt að hafa það betra
? Bara ákveða hlutina þá gengur allt upp.

Fyrstu ferðamennirnir hófu komur sínar til okkar í byrjun maí og í dag kvaddi síðasti fasti ferðamannahópurinn á dögunum.

Það sem við gerum fyrir okkar ferðamenn er að kynna fyrir þeim íslenska hestinn, sögu hans og eiginleika. Á þessari mynd sem tekin er eftir sýningu sést hvar Björn og einn fararstjórinn taka lagið, já það er oft fjör.
Allt hefur gengið vel með folaldshryssur og stóðhesta þrátt fyrir veikindi og er aðeins ein hryssa óstaðfest með fyl, ekki er þó alveg útseð með hana og veður hún sónuð síðar í haust.


Hryssan er hún Kelling frá Varmalæk sem sést þarna  með honum Kunningja, frá sama bæ. Nú ef hún er ófengin fær hún að vera inni í vetur og spreyta sig enn frekar.

Við fegnum margar góðar heimsóknir vina og ættingja í sumar og eru hér myndir af duglegu ömmustelpum hýsfreyjunnar tilbúnar til að fara á hestbak.


Magnea Björg á baki og Védís Ósk aðstoðar Bjössa

Þær gerðu sitthvað á meðan þær dvöldu hjá okkur
í nokkra daga, ávalt var spurt - hvað er næst? og alltaf er nóg að gera í sveitinni.

Hér var búið að hreinsa arfa og var ekkert leiðinlegt að vera á pallinum á gömlu landbúnaðarbifreiðinni.

Eins og sést er ekki slegið slöku við og fær Bjössi góða hjálp.

Við brugðum tvívegis undir okkur betri fætinum/bifreiðinni og skruppum vestur á firði í fallega fjörðin Önundarfjörð, fyrri ferðin var til að vera við nafngift Amelíu Drafnar þriðju ömmustelpunnar
.

Athöfnin fór fram við Holtsbryggju í Önundarfirði, Á mydinni erum Hákon Þór og María Dögg með dömuna.

Björn með Önundarfjörðinn í baksýn, rétt grillir í Flateyri.

Hér er svo amman með Amelíu Dröfn.

Um Verslunarmannahelgina stefndi í mikla veislu á Vindheimamelum, Fákaflug. Færri komu þar en áætlað var af mótshöldurum. Varð rólegra  hjá okkur en við gerðum ráð fyrir með þjónustu við hestamenn og ekki vorum við með hross í keppni svo við skelltum okkur óvænt vestur aftur og þá á Ingjaldssand. Þar 
vorum við í faðmi fólks og fjalla í dásamlegu veðri alla helgina.

Heima í Hrauni, hér tekur Björn lagið að vanda með bróður mínum og frænku, ávalt liðtækur.


Átthagafélagarnir, Guðmundur frá Sæbóli og Þór á Sæbóli, að sjálfsögðu taka þeir lagið. Já lagið er oft tekið á Ingjaldssandi rétt eins og í Skagafirðiemoticon Svo ekki skal undra þó undirritaðri finnist hún ver komin heim að koma í Skagafjörðinn.

Okkur tókst að fara í okkar árlegur hestaferð í lok ágúst sem hófst á Egilsá og stefnt var í Hálfdánartungu og fram í Heiðarlönd.

Indæl ferð i faðmi fjalla og vina.


Tekið til við kjötsúpuna.

Sungið fyrir hana Pálinu á Egilsá, hún bakaði fyri okkur vöfflur í upphafi og endi ferðarinnar.

Syngjadi góðir skagfirðingar í lokahófi ferðarinnar sem  að þessu sinni var hjá heiðurshjónunum í Bæ á höfðaströnd.

Þá hef ég nú stiklað á stóru  til gamans um lítð brot af nokkrum atburðum sumarsins sem hefur verið mjög gott, sérkennilegt og ólíkt öðrum um margt og er það meðal annars vegna hinnar ferlegu margumtöluðu hestapestar sem hefur ekki verið auðveld.  Ég hóf að setja inn þessa samantekt þann 14. en þá hrundi internetið,
það kommst núí lag, svo þurfti að koma sér aftur að tölvunni til þessa  og hef ég loks látið verða af að klára samantektina að morgni gangnadags heimalanda þann 18. á meðan ég bíð eftir bónda mínum sem er að flytja hesta og menn upp til fjalla. Veðrið er fallegt, hefur verið frost í nótt, rúgbrauðsilmurinn læðist um húsið. Nú ætla ég að elda gangnagraut/hafragraut með rófum eins og mamma gerði alltaf. Hvað er hægt að hafa það betra?  Mun sennilega setja inn myndir frá sumrinu bráðlega, vonandi:)

Svona horfir dagurinn við okkur hér í dag, mynd tekin kl. 7 í morgun. Mælifellshnjúkurinn hvítur á toppinn.
MKG
Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209138
Samtals gestir: 40195
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:53:56