Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

04.06.2013 20:07

Sumarið er komið

Sumarið er komið! allt að vakna og lifna við. Langt er síðan ritað hefur verið  hér á síðuna svo nú var nauðsyn. Vertíð vetrarins í heshúsinu er frá og nýr kafli tekinn við. Hér  gefum við  ykkur smá innsýn til okkar síðustu vikur og daga.
Við erum líka á Facebook með síðuna okkar  Varmilækur Horssaræktarbú /Horse Breeding Kíkið endilega á hana ef þið hafið áhuga.

.
Óskapleg hamingja að komast aftur út á græn grös.


Ferðamennirnir byrjaðir að sækja okkur heim, fyrsta hestasýningin var inni,  var frekar svalt úti þann daginn.

Björn reiðir ölið...

 

Þessa dagana eru það hin hefðbundnu vorverk sem eiga hug okkar allan, sauðburður búinn

Tekið um miðjan maí. Frjósemi ágæt...hér er hún Snjóhvít með sín þrjú.

 

Folöldin að fæðast hvert að öðru, alltaf spennadi...hér er það fyrsta.

Hestur, faðir Óskasteinn frá Íbishóli, móðir Kelling frá Varmalæk

 

Kynbótasýnigar á fullu, hér er einn sem að við fórum með í dóm, Kunningi frá Varmalæk, sýndur af Líney Maríu á Tunguhálsi. Mikið er rætt og ritað um kynbótasýnigar eftir óheppilega dómaramálið á Selfossi, hér á bæ viljum við sjá breytingar hrossaræktendum til framdráttar.

Sköpulag og kostir, 8.20 Aðaleinkun. 8.20, Kunningi verður til notkunar á Varmalæk í sumar og er byrjaður að taka á móti hryssum
Folatollur 50.000 m.vsk.

Girðingavinna er alltaf notaleg í fallegu veðri, í dag voru gengnir nokkrir kílómetrar með girðingum í 15-20 stiga hita og sunnan golu. Girðingar hjá okkur voru í góðu ásigkomulagi eftir veturinn, enda var veturinn hjá okkur snjóléttur, utan óveðurkaflans í haust.

Allt var svo fallegt, saklausir lækir sýndust sem fagrir fossar í dag

 

Allstaðar  var eitthvað fallegt að sjá

Hér er líka líf

 

Tekið í Brekkukoti í dag, myndavlélin er oftast með í för.

Alltaf notalegt að vera í Brekkukoti, frábært staður,  en þar erum við með megnið af hrossunum.

Við erum bjartsýn á að spretta verði góð enda tún í fínu lagi, já við erum þakklát fyrir það.


Læt þessu lokið að sinni með þessari mynd, ekki bara fjörðurinn og fjöllin skörtuðu sínu fegursta í dag.

Undurfagurt skýjafar 4 júní 2013 ...
Flettingar í dag: 455
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209168
Samtals gestir: 40205
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:15:27