Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

25.04.2013 08:52

Flott hross í Hrímnishöllinni á Varmalæk

                            
                                          

 

Fullt hús af flottum hrossum tilbúin fyrir helgina.  Á morgun föstudag kl: 13:00  opnum við hús og bjóðum hross til sölu .  Meðal hrossa sem boðin verða  eru  veturgamalt stóðhestefni undan Loka frá Selfossi.   2.  vetra hryssa undan Hvítserk frá Sauðárkróki, móðir þeirra er Tilvera frá Varmalæk sem einnig  hefur gerfið af sér  gæðingana Nótt frá Varmalæk  og  Takt frá Varmalæk, en Taktur er í eigu  Þórarins Eymundssonar og er hans helsti keppnishestur.  Tvær flottar klárhryssur, sem báðar hafa verið sýndar í sköpulagsdóm og hlotið 1. verðlaun fyrir byggingu. Ein 1. verlðuna alhliða hryssa og nokkur ung og efnileg  svo  eitthvað sé nefnt.  Feður  hrossa sem boðin verða  um helgina eru þeir  Aðal frá Nýjabæ og  Grunn frá Grund. Kjarni, Kunningi, Laukur frá Varmalæk og sjálfur  Heimsmeistarinn Tindur.

Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1047
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 273412
Samtals gestir: 48025
Tölur uppfærðar: 18.4.2025 01:59:56