Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

27.01.2013 22:00

Nýtt andlit

Þá höfum við loks lokið að mestu við endurbætur á heimasíðu okkar og hefur undirrituð gefið henni  nýtt andlit.    Við höfum sameinað báðar síðurnar okkar í eina undir nafninu varmilaekur.is.  Nokkrar "hindranir" ollu töfum við þessar breytingar sem ekki verða tíundaðar hér.
Smá frréttir af okkur með þessari fyrstu frétt eftir breytingar.

Mynd tekin 1. janúar 2013

Fyrstu dagar janúar hafa verið góðir, þrátt fyrir óveður og snjóþyngsli víða undanfarna mánuði höfum við verið afar heppin, snjólétt, nægur hagi og hafa ekki orðið jarðbönn sem komið er.   Við höfum sloppið vel miðað við hvað er víða hér í Skagafirði og annarstaðar á landinu. Um áramótin tókum við á hús aftur eftir um hálfsmánaðar pásu en frumtamningar voru í gangi fram í desember.


 

Janúar 2013

 Á húsi eru nokkrir ungir og spennandi gripir, nokkur söluhross, settar verða myndi á sölusíðuna á næstu dögum af nokkrum af þeim hrossum sem þegar eru tilbúin í sölu.

Janúar 2013

Alltaf gott að fá í gogginn.
 

Fyrsta sólin

Blessuð sólin sýndi sig á þeim tíma sem vant er að hún sjáist aftur, alltaf gott að sjá hana.

27. janúar

Litið á folaldshryssur og unghross í dag.

Ungir og sprækir stóðhestar í dag
Ekki náðist að hitta á hrossin í fjallinu í dag, þau voru svo hátt uppi.

 Læt þetta gott af okkur í bili með kveðju frá Varmalæk

Magnea

Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209138
Samtals gestir: 40195
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:53:56