Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

07.12.2011 23:40

Ótitlað


Lifandi Jólamarkaður í Hrímnishöllinni laugardaginn 10. desember frá kl:13:00-18:00

Nú þegar hafa verið skráðir þeir sem ætla að vera með söluborð og víst er að margt spennandi verður í boði sem getur komið sér vel í jólapakkan já eða bara  til að eignast:) Svo eitthvað sé nefnt er það handverk úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Nokkur félög verða á staðnum með fjáröflun sína eins og Kvennalið Tindastóls með pappír og einhver sætindi. Lionsmenn með eðal síld og Kveðfélagið í Lýtó með rjúkandi vöfflur og súkkulaði. Svo verður 10. bekkur Varmahlíðarskóla með kökubasar.

Dýrin verða í hesthúsinu fyrir þá sem langar að skoða þau, hestar, hænur, hvolpar, kálfar,  og hvaðeina,  nú svo vonum við að hún Selma Dís hallarkisan okkar feli sig ekki eins og í fyrra. Skógræktarfélag skagfirðinga gaf okkur Jólatré og færum við þeim bestu þakkir fyrir og minnum á að þann 17. desember getur fólk farið í Hóla og Varmahlíð milli kl:12:00 og 15:00 og náð sér í daruma jólaréð. Jólasveinar ætla að heimsækja okkur og óskaði móðir þeirra eftir að fá að kíkja við hjá okkur, hún vill hafa eftirlit með strákunum í þessari bæjarferð. Enginn þarf að óttast hana, þetta er hin vænsta kerling:) Lukkuleikurinn verður á sínum stað.

Andlegt og veraldlegt fóður, söngur glens og gaman. Við fáum flott tónlistaratriði um miðjan daginn:) Höllin er að færast í jólabúninginn og er tilhlökkun hér á bæ.
Verið velkomin, Björn og Magnea.



Þetta er hún Selma Dís, hún er frekar dugleg við að hrista niðu jólaskrautið hjá mér. Hún tekur fullan þá í undirbúningi, í dag elti hún mig og tuskuna um allt og þegar ég dúkaði borðin var hún farin að ganga aðeins og langt:)


Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209138
Samtals gestir: 40195
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:53:56