Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

14.08.2011 11:39

Hrossamarkaður í Hrímnishöllinni

Á myndinni eru Meistari og Kærleikur. Meistari er brúnn 2. vetra, móðir hans er Alþýða frá Varmalæk og faðir hans er Tindur frá Varmalæk. Meistari fæddist daginn sem Tindur hlaut heimsmeistaratitilinn og var því nafnið við hæfi á hann.  Hinn heitir Kærleikur, 3. vetra. Móðir hans er Tindra frá Varmalæk (systir Tinds) og faðirinn er Kristall frá Varmalæk. Spennandi folar!

Dagana 20. og 21. ágúst verður hrossamarkaður í Hrímnishöllinni á Varmalæk frá kl: 16:00  til kl: 20:00 laugardainn 20. og á sunnudag frá kl: 13:00 til kl: 18:00.
Nú á að minnka lagerinn fyrir veturinn og verður boðið upp á gæðinga og gæðingsefni frá ungum og ótömdum upp í full mótuð. Í boði verða efni í kynbóta og keppnis hross. Reiðhross, sýndar hryssur og ungir kynbótagripir svo eitthvað sé nefnt. Öll verða hrossin úr ræktun Björns á Varmalæk eða út af ræktun hans. Sjón er sögu ríkari. Nú er um að gera að líta við og prútta við karlinn já og eða taka lagið með honum, en það er hans mesta skemmtun og tók hann  sérstaklega fram við undirritaða við undirbúninginn að hann æltaði sér að syngja ;-)
Ár hvert höfum við verið með opið hús og einnig sölusýningar en nú ákváðum við að breyta til og halda markaðsdaga. Nánar um markaðinn síðar.









Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209138
Samtals gestir: 40195
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:53:56