Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

02.08.2011 20:54

Vá hvað tíminn...og Landsmót löngu búið.


Vá hvað það er langt síðan ég hef sett inn línu hér, verð að gera eitthvað í þessu. Síðast þegar ég skrifa er Landsmót að hefjast:) Þegar nóttin er björt og nóg gera er ég  ekki dugleg að skrifa.
Já sumarið hefur verið annasamt og mjög skemmtilegt. Langar mig að þessu sinni að fjalla aðeins um Landsmótið og umfjöllun um það.

Landsmót hestamanna  var frábært, held að flestir séu  sammála um það.   Aldrei verið betri hross og allt gekk vel utan eins viðburðar. Fyrsti dagur mótsins var hlýr og notalegur en svo kólnaði svo að um munaði og vorum við heimamennirnir sem hælum veðurblíðu sem einkennir Vindheimamelana litin hvössum augum og þótti sumum ástæða til að hafa ýmis orð um mótsstaðinn við okkur. Við gátum lítið annað en verið vongóð.  Brast á með blíðu þegar kominn var fimmtudagur og hélst til lokadags og ókum við heim á sunnnudeginum í 19 stiga hita og sól og golu. Ég las í einhverjum fjölmiðli að sá dagur  hefði sloppið til...

Í skugga ósamstöðu um hvar Landsmótin skulu haldin er umræðan aðeins lituð að mínu mati. Lesa má fyrirsagnir eins og Lítið landsmót og Landsmót hinna hörðu valla svo eitthvað sé nefnt. Komið hefur farm að á  sjöunda þúsund hafi mætt en 12-14 þúsund á Hellu. Held að óhætt sé að segja að 7-9000 manns hafi verið á Vindheimamelum þegar mest var.  Margar og mjög eðlilegar ástæður réðu til um fjölda gesta og er öllum þær ljósar.

Stórmenni í hestamennsku létu hafa eftir sér að þeir ætluðu ekki að mæta á þetta mót og voru margir sem fetuðu í fótspor þeirra.  Kalt veður og veðurspá og mikið var rætt um verðlagið.    Varðandi  aðgöngumiða á landsmót hef ég þá skoðun að knaparnir og starfslið eigi ekki að þurfa að greiða aðgangseyri, þessu þarf að breyta. Verðlag veitinga á svæðinu óþolandi... Skiptar skoðanir eru á verði miða, en miðað við uppbyggingu, umfang og umgjörð alla er að mínu mati er miðinn ekki of dýr. Svo er þetta spurning um hvernig Landsmót viljum við halda??? margar skoðanir á því og allt í besta lagið með það.


Allur undirbúningur og skipilag á svæðinu allan tímann var til fyrirmyndar. Þarf eiginlega ekki að tíunda það, þeir sem voru þarna vita það.  Síðan ég fór að fara á Landsmót hefur mér þótt umhirða og skipulag á Vindheimmamelum alveg frábært. Þó eitthvað hafi verið um hrós þá er verið að agnúast óþarflega mikið. Veðurgiðirnir hafa áður verið ónotalegir við gesti hestamannamóta:) Það rignir til dæmis mikið á HM í Austurríki.

Ekk fjalla ég frekar um Landsmótið í þessum dúr en ég mátti til, það má líka hafa hátt um það sem vel er gert og vel gengur, mér fannst það fá of lítið pláss í allri umræðunni.
Þegar upp er staðið hefði mátt segja eins og ávalt hefur verið sagt - ENN TOPPA SKAGFIRÐINGAR!
Magnea

Eh. er kerfirð að trufla mig og get ég ekki sett inn myndir en það lagast vonandi fljótt þá verða settar inn myndir.
Velkomin afturemoticon

Flettingar í dag: 455
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209168
Samtals gestir: 40205
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:15:27