Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

25.06.2011 14:06

Landsmót

Loksins er komið að því sem margir hafa beðið eftir. Hjá okkur hefur fjölgað mikið og er hesthúsið nú fullt af gæðingum á leið á Landsmót. Full tilhlökkunar höldum við inn í heila viku, stórveislu með hestum og hestamönnum. Veðurspáin dælir yfir okkur heitum og köldum straumumá víxl en lítið virðist eiga að verða af vætunni og golan frekar hæg um sig. Svo það er bara að klæða sig eftir aðstæðum og njóta veislunnar. Við skruppum á Vindheimamelana í gær og var gaman að sjá knapa á æfa sig og virtist stemmingin vera góð og vonum við að allirr njóti komandi viku í Skagafirði.
MKG
.


Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 614
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 209138
Samtals gestir: 40195
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:53:56