Datt í hug á þessu rólega fimmtudagskvöldi innan sem utandyra að deila með ykkur nokkrum línum. Lífið gengur eins og vant er og flýgur áfram, svo hratt ,að um of á stundum. Nóg er að gera í hestamennskunni og temur og þjálfar Björn bóndi af krafti, spennandi tímar framundan, það er jú Landsmót á Vindheimamelum í sumar. Að sjálfsögðum stefnum við á að verða þátttakendur í Landsmóti og er eftirvænting mikil.
Hér má sjá Bjössa er hann færir Kjarna sínum matinn og fylgist læðan Selma Dís vel með öllu sem fram fer. Selma Dís er meindýraeyðirinn okkar og sinnir starfi sínu afar vel.
Á næstu dögum tökum við inn folöldin, það verður spennandi að kynnast þeim, hér heilsar hann Laukur frá Varmalæk upp á eiganda sinn, Laukur er undan Hóf og Tilveru frá Varmalæk.
Að öðru en búskapnum en þá varð ég Þreföld amma í byrjun apríl og er það til marks um það hve lífið fer hratt með mig og skelltum við okkur vestur um páskana til að sjá nýja lífið í fjölskyldunni og til þessa að njóta samvista við fólkið og firðina. Þessi annars indæli vetur skellti á okkur hressu páskahreti eimnitt á meðan Já við brugðum okkur til Flateyrar en þar á ég tvo syni búsetta, þá sem gefa mér ömmustelpurnar.
Falleg stúlka sem hefur verið nefnd Amelía Dröfn.
Hér eru þær svo allar, Védís Ósk, Magnea Björg og Amelía Dröfn. Þetta kallast ríkidæmi.
Nú við brugðum okkur líka í fermingu hjá henni Sigríði Magneu frænku minni í Bolungarvík, já mér finnst nú ansi stutt síðan hún fæddist þessi elska, en svona er þetta.
Hér er hún ásamt hinni einu sönnu Grétu frænku og móðir sinni henni Guju systir.
Aldret fró ég suður! það var stórkostleg upplifun fyrir sveitamanninn að fara á þá annars stómerkilegu tónlistarhátíð. Þarna voru saman komnir flytjendur og gestir á öllum aldri, ekkert kynslóðabil, já það var gaman. Hvílíkur dugnaður í öllu þessu fólki sem gerir þessa stórmerkilegur hátði að veruleika. Fyrir mig var þetta sérstök upplifun og upprifjun á kyngimögnuðum krafti þess fólksins sem þarna býr, ekkert EF, bara ákveða hlutina og framkvæma svo!
Ég og Halldór Gunnar sonum minn á Aldrei for ég suður.
Takk fyrir okkur vestfirðir og þrát fyrir að hafa upplifað veturinn um stund þá var það í besta lagi, hann var hér fyrir norðan líka og líklegt að Björn bóndi hafi bara verið sáttur við flakkið, það var hvort sem er ekkert útreiðarveður.