Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

05.03.2010 22:53

Föstudagskvöld

Föstudagskvöld og enn ein vikan búin. Vestanfjöllin hvína og allt í besta lagi, von á hvassviðri. Til gamans var ég að leika mér með útlit síðunnar og er bara býsna ánægð með árangurinn. Afskaplega gaman að breyta til og fá nýtt útlit ekki satt? Á mánudag  skiluðum við okkur heim eftir fína ferð til Svíþjóðar þar sem við skelltum okkur á Eurohorse 2010, mjög gaman. Við fundum þónokkuð til með fólkinu í Svíþjóð sem hefur mátt þola snjóþungan og erfiðan vetur, ekki annað eins síðan 1943.
Margar góðar myndir tók ég í ferðinni og lofa að einhverjar þeirra verði settar inn á síðuna fljótlega. Eigið góða helgi.

emoticon
Flettingar í dag: 300
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 607
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 230368
Samtals gestir: 43080
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 06:49:41